Ferðafólk sýni aðgæslu

Nú um páskana leggja margir landsmenn land undir fót. Veðurspá er þokkaleg yfir  páskana en segja má að flestir landshlutar fái flestar tegundir af veðri. Búast má við að margir leggi land undir fót og er mikilvægt að allir fari með gát.  Af því tilefni vill Slysavarnafélagið Landsbjörg vekja athygli á nokkrum góðum ferðareglum sem rétt er að hafa í huga áður en lagt er af stað í ferð um landið, sama hvort er á láglendi eða hálendi, með það að markmiði að koma í veg fyrir slys.

20090104-img_6207.jpg

 

 

Ef ferðast er um láglendið:

 

Fylgist með veðurspá


Farið yfir hjólbarðana og hreinsið tjöru af þeim


Víða getur verið hálka eða hálkublettir


Verið viss um að rúður séu hreinar, sólin er lágt á lofti og blindar auðveldlega


Stillið aksturshraðann miðað við aðstæður en þó aldrei umfram hámarkshraða


Munið að akstur og áfengi fer ekki saman


Hafið beltin spennt og tryggið öryggi barnanna


Ef dvalið er í húsnæði sem fjölskyldan þekkir ekki farið yfir það m.t.t. öryggis


Ef farið er í sund, hafið öryggisbúnað á þeim börnum sem ekki eru synd og sleppið ekki af þeim sjónum
 

 

Ef ferðast er um hálendið:

 

Fylgist með veðurspá


Gerið ferðaáætlun og skiljið hana eftir hjá aðstandendum


Kynnið ykkur vel það svæði sem ferðast á um


Hafið með góðan hlífðarfatnað


Takið með sjúkragögn og neyðarfæði


Fjarskipti þurfa að vera í lagi, gps, kort, áttaviti og talstöð/sími og kunnátta verður að vera til staðar til að nota þau


Verið viss um að farartækið sé í góðu ásigkomulagi áður en lagt er af stað


Ferðist ekki einbíla


Takið með grunnviðgerðardót fyrir farartækið og festið allan farangur


Munið að akstur og áfengi fer ekki saman


Ef ferðast er í bíl spennið beltin og tryggið öryggi barnanna og notið hjálma, brynjur og annan hlífðarfatnað ef farið er um á vélsleða eða skíði


Metið svæði m.t.t. til snjóðflóðahættu, farið ekki um það ef snjóflóð hafa fallið og athugið að nokkuð er um hengjur efst í fjöllum


Betra er að snúa við í tíma heldur en að koma sér í ógöngur

 

 

 

----------------------------------

482830b.jpg

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar