Skip to main content

Ferðaþjónustuaðilar halda haustfund á Breiðdalsvík

LífiðThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 07. nóv 2022 14:32Uppfært 07. nóv 2022 14:41

Ferðaþjónustuaðilar á Austurlandi hittast á haustfundi á Hótel Breiðdalsvík á fimmtudag sem er þeirra uppskeruhátíð eftir sumarið.


Austurbrú heldur utan um daginn sem hefst á vísinda- og vinnustofuferð á leiðinni á Breiðdalsvík þangað sem komið verður um hádegið.

Hinn eiginlegi haustfundur hefst eftir hádegið með fræðsluerindum um ferðaþjónustu. Meðal fyrirlesara verða Eyþór Guðjónsson frá Sky Lagoon, Berglind Einarsdóttir frá Adventura á Djúpavogi og Maciej Pietruńko frá Arctic Fun á Djúpavogi.

Að fundinum loknum verður kvöldmatur og skemmtun. Dagurinn er ætlaður hvort sem er stjórnendum eða starfsfólki um ferðaþjónustu eða áhugasömu fólki um greinina en frestur til að skrá sig á daginn rennur út í dag.

Skráning, sem og móttaka tilnefninga fyrir verðlaun austfirskrar ferðaþjónustu, Klettinn og Frumkvöðulinn, er hjá Austurbrú.