Fíflunum útrýmt

Á fimmtudaginn var tóku starfsmenn bæjarskrifstofunnar á Reyðarfirði sig til og gróðursettu runna við bílastæði kirkjunnar.  Starfsmenn stóðu sig ágætlega við gróðursetningu en voru í essinu sínu þegar þeir komust í mikla fíflabreiðu í stærðarbeði.  Þar var farið á kostum og reitt heilt kerruhlass af fíflum. Eftir góða vinnuskorpu var boðið í grill við safnaðarheimilið. 

ffladagur__reyarfiri.jpg

Á vef Fjarðabyggðar segir að full ástæða sé til að hvetja aðra  vinnustaði til þess að skipuleggja hreinsunar- eða umhverfisdaga og laga til, hreinsa og gróðursetja og gera Fjarðabyggð enn fallegri. 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.