Fágætir fornbílar á Egilsstöðum: Myndir

fornbilar_egs.jpg

Sextán verðmætir fornbílar voru meðal þess sem Norræna kom með að landi á Seyðisfirði í gærmorgun. Bílarnir standa nú á bílastæði Hótel Héraðs þar sem gestir og gangandi geta virt þá fyrri sér. Bílarnir eru flestir í eigu milljónamæringa sem taka þátt í hinu alþjóðlega L’Impérial Rally sem haldið er á Íslandi að þessu sinni.

 

Verðmætasti bíllinn í hópnum en Bentley Bluetrain en hann er metinn á um 200 milljónir króna. Sá er leðurklæddur að utan og fjaðrirnar klæddar gúmmíi.
 
Hópurinn kennir við sig við L’Impérial Rally. Hann fer í árlegar ferðir en hefur undanfarin ár heimsótt Portúgal, Kína, Suður-Afríku, Indland Hong Kong og keyrt frá Prag til Feneyja.

Eigendur bílanna koma til Íslands til að keyra þá. Hlut hópsins kemur til Egilsstaða með einkaþotum á sunnudagsmorgun. Þetta er alls 41 manns hópur með starfsmönnum sem leggja upp í ferðina um klukkan ellefu á sunnudag frá Egilsstöðum. Um hádegisbilið á hópurinn að koma til Fáskrúðsfjarðar þar sem bæjarstjóri Fjarðabyggðar tekur á móti hópnum og hann snæðir á Café Sumarlínu.

Þaðan liggur leiðin áfram í gegnum Höfn, Kirkjubæjarklaustur og Hvolsvöll vestur á Snæfellsnes en eftir um tíu daga verður hópurinn í Reykjavík.

Bílarnir hafa vakið mikla athygli heimamanna. Margir hafa gengið þangað í veðurblíðunni í gær og í dag og rúntarar hafa beygt niður á hótelplanið þar sem þeir standa. 


Þetta eru bílarnir:
 
AC Cobra
Aston DB 2/4
Américaine
Bentley 
Bugatti 57 C
DS Chapron cabriolet
Ferrari 250 GT
Ferrari 365 GTC 
Jaguar XK 140
Jaguar MK2
Jaguar MK2
Jeep Willys
Mercedes 300 SL
Mercedes 280 SE cabriolet
Mercedes 350 SL
Rolls Corniche
 
fornbilar_egs_0003.jpgfornbilar_egs.jpgfornbilar_egs.jpgfornbilar_egs.jpgfornbilar_egs.jpg
 
fornbilar_egs_0008.jpgfornbilar_egs_0010.jpgfornbilar_egs_0011.jpgfornbilar_egs.jpgfornbilar_egs_0013.jpgfornbilar_egs_0014.jpgfornbilar_egs.jpgfornbilar_egs.jpgfornbilar_egs.jpgfornbilar_egs.jpgfornbilar_egs.jpgfornbilar_egs.jpgfornbilar_egs.jpgfornbilar_egs_0040.jpgfornbilar_egs.jpgfornbilar_egs.jpgfornbilar_egs.jpgfornbilar_egs.jpg

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar