Fimm Austfirðingar í framboði í stúdentaráðskosningum

Fimm Austfirðingar eru á framboðslistum til stúdentaráðs Háskóla Íslands en kosið er í dag og á morgun. Austfirðingarnir eru allir á lista Röskvu.


Melkorka Mjöll Jóhannesdóttir frá Fáskrúðsfirði er eini Austfirðingurinn í framboði sem aðalmaður en hún skipar fjórða sætið á lista verkfræði- og náttúruvísindasviðs.

Tveir Norðfirðingar, Hrönn Hilmarsdóttir og Anna Margrét Arnarsdóttir eru varamenn á lista heilbrigðisvísindasviðs.

Þriðji Norðfirðingurinn, Guðjón Björn Guðbjartsson er varamaður á félagsvísindasviði. Þar er einnig Héraðsbúinn María Hjarðar.

Kosið er á milli klukkan 9-18 í dag rafrænt á innri vef Háskólans. Tvær hreyfingar leggja fram framboðslista, Röskva og Vaka.

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar