Æfing slökkviliðsins í Fáskrúðsfjarðargöngunm

Í vikunni var haldin brunaæfing í Fáskrúðsfjarðargöngum. Kveikt var í eldsneyti og framkallaður reykur um 3 km inni í göngunum eins og um bílbruna væri að ræða. Þátttakendur í æfingunni voru auk slökkviliðs, starfsmenn Vegagerðarinnar og lögreglan. Tilgangurinn var að sjá hvernig reykur fyllti göngin, hvernig reykkafarar gætu athafnað sig og bjargað út fólki og síðan hvernig reyknum yrði komið út úr göngunum. Æfingin tókst vel og tókst að skapa þær aðstæður sem til var ætlast. Vel gekk að finna og bjarga fólki út frá slysstaðnum sem var nánast inni í miðjum göngum og hulinn þykkum reyk. Göngin urðu fljótt stífluð af reyk við slysstaðinn en vel gekk að koma reyknum út úr göngunum eftir að reyklosun hófst.

fskrsfjarargng_brunafing.jpg

Mikilvægt er að æfa viðbragð við óhöppum í jarðgöngum reglulega og er gott samstarf á milli aðila með það.  Í jarðgöngum eru aðstæður erfiðar ef um bruna eða slys er að ræða. Miklu máli skiptir að þar sé hratt brugðist við, réttur búnaður sé til staðar, og að allir þekki sitt hlutverk, verklag og virkni búnaðar í göngunum sjálfum. Er þetta önnur æfingin sem haldin er í göngunum á vegum slökkviliðsins en samkvæmt viðbragðsáætlun Vegagerðarinnar vegna Fáskrúðsfjarðarganga á að halda æfingu í þeim árlega.

Mynd/www.fjardabyggd.is

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.