Fiðrildi dansa á flugvellinum

Á morgun, föstudag, mun Dansfélagið Fiðrildin sýna þjóðdansa fyrir flugfarþega og almenning á Egilsstaðaflugvelli. Hefst sýningin kl. 19:45. Michelle Lynn Mielnik, félagi í Fiðrildunum, segir þetta vera fyrstu sýningu félagsins í þó nokkurn tíma, en jafnframt þá fyrstu af mörgum sem verða í sumar, meðal annars í tengslum við ferðaþjónustu.

firildi.jpg

,,Sýningin á flugvellinum er eins konar upphitun í búningum fyrir dansarana, því félagar taka þátt í alþjóðlegu dansmóti ásamt um fimmtíu þjóðum á Mallorca nú um páskana. Einnig er á döfinni að sýna fyrir almenning í safnahúsinu sumardaginn fyrsta,“ segir Michelle og hvetur fólk til að mæta á sýninguna og kynna sér í leiðinni merka menningararfleifð Íslendinga.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar