Fjallkonan á Vestdalsheiði innblástur haustsýningar Skaftfells

Fornleifafundurinn á Vestdalsheiði sumarið 2004 er innblástur að haustsýningu Skaftfells, sem ber yfirskriftina Slóð. Sýningin er samsýning Önnu Júlíu Friðbjörnsdóttur og Karlottu Blöndal sem unnið hafa verkin hvort í sínu lagi.

Auk þess að vinna með arfleifð fjallkonunnar sækir Anna Júlía efnivið til fjarskiptasögu Seyðisfjarðar. Hún hefur raðað upp koparplötum í Morse-kóða með fjarskiptamerkinu „Hafa merki mín dofnað?“ Plöturnar eru þurrnálristur af klettum og fjallshlutum umhverfis Seyðisfjörð.

Þá hefur hún hengt upp setninguna „Snjóaði í logi við og við í gær“ götuð í pappír með aðferðs sem notuð voru í gamla ritsímanum. Skilaboðin eru úr veðurskýrslu frá Seyðisfirði frá árinu 1952.

Karlotta fór upp á fundarstað beina og muna fjallkonunnar í sumar og vann þar verk undir berum himni til að fanga stemminguna. Í verkum sínum sækir hún meðal annars liti til perlnanna sem fundust við fornleifarannsóknina.

Sýningin opnar á laugardag klukkan 16:00. Listamannaspjall verður á sunnudag klukkan 14:00. Sýningin er annars opin til 21. nóvember, mánudaga – föstudaga 12:00-18:00 og laugardaga og sunnudaga 16:00-18. Gengið er gegnum Skaftfell bistró á fyrstu hæð.

Frá vinnusvæði Karlottu í sumar.


Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar