Fjarðabyggð mætir Garðabæ í spurningaþættinum Útsvari í kvöld. Lið Fjarðabyggðar skipa Jón Svanur Jóhannsson, Pétur St. Arason og Kjartan Bragi Valgeirsson.
Í fyrstu umferð í haust sló Fjarðabyggð út Hveragerði. Það var í fyrsta
sinn sem Fjarðabyggð komst áfram úr fyrstu umferð. Keppnin í kvöld er
sú seinasta í annarri umferð.
Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.