Fjarðabyggð í Útvari í kvöld
Lið Fjarðabyggðar mætir til leiks í spurningakeppninni Útsvari í Sjónvarpinu í kvöld þegar það mætir Grindavík. Ein breyting er á liðinu frá í fyrra.
Guðmundur Rafnkell Gíslason, fyrrverandi forseti bæjarstjórnar, tekur sæti Péturs St. Arasonar, sem verið hefur með öll árin. Það hefur Kjartan Bragi Valgeirsson einnig gert en Jón Svanur Jóhannsson er á sínu öðru tímabili.Fjarðabyggð náði sínum bestra árangri í keppninni í fyrra þegar liðið komst í aðra umferð.
Liðsmennirnir hafa verið á ströngum æfingum undanfarna daga. Kjartan Bragi, sem stundar læknisnám í Reykjavík, eyddi seinustu helgi við æfingar eystra og liðið kom saman eftir hádegi í dag til að leggja lokahönd á undirbúninginn.
Austfirðingar leggja nú traust sinn á Fjarðabyggðarliðið eftir að Fljótsdalshérað tapaði 42-99 fyrir Akranesi um seinustu helgi.
Mótherjarnir eru úr Grindavík. Keppnin hefst klukkan 20:15 og er í beinni útsendingu Sjónvarpsins.
Vildarvinir
Austurfrétt birtir fréttir að austan alla virka daga, öllum aðgengilegar og reiðir sig á auglýsingatekjur og styrki frá lesendum sínum til að halda úti þjónustunni.
Hvers virði finnst þér að hafa aðgang að fréttaþjónustu á borð við þessa?
Smelltu hér ef þú vilt styrkja Austurfrétt.