Fjölmenni á jólamarkaði Barra
Um 1500-1600 manns sóttu jólamarkað Barra um seinustu helgi. Ellefu skógarbændur seldu þar jólatré og gekk salan vel.Jólamarkaðurinn hefur byggst upp utan um sölu skógarbænda á Héraði á jólatrjám. Þangað koma að auki ýmsir handverks- og matargerðarmenn af Austurlandi til að selja vörur sínar. Markaðurinn hefur vaxið að umfangi ár frá ári, einkum eftir að Barri flutti í nýtt húsnæði að Valgerðarstöðum í Fellum.
Skúli Björnsson, framkvæmdastjóri Barra, sagðist í samtali við Agl.is ánægður með aðsóknina á markaðinn en hann áætlaði að um 1500-1600 manns hefði lagt leið sína á hann á laugardaginn. Tré þeirra ellefu skógarbænda sem komu með tré voru nær uppseld í lok dags.