Fjórtán menningarverkefni fá styrk frá Fjarðabyggð

Fjórtán menningarverkefni hlutu náð fyrir augun stjórna Menningarstofu og Safnastofnunar Fjarðabyggðar en úthlutunin fór fram í síðustu viku.

Hæsta styrkinn að þessu sinni, 200 þúsund krónur, fékk verkefnið Fiskisúpa-Ljósmyndasósa eftir þau Apolline Alice Penelope Barra og Juanjo Ivaldi. Það er farandsverkefni sem gengur úr á að bjóða íbúum Austurlands til samveru yfir ljósmyndum og myndlist og njóta fiskisúpu þar að auki í góðu yfirlæti.

Tónlistarmaðurinn Hilmar Örn Garðarsson fékk 150 þúsund krónur til upptöku á sinni þriðju sólóplötu og Guðmundur Kristinn Höskuldsson fékk sömu upphæð til tónleikahalds vegna hljómplötu hans sem kemur út með vorinu.

Tveir aðrir viðburðir fengu sömu upphæðina. Annars vegar Austur í rassgati sem er heiti á  pönktónleikaviðburði sem halda skal í Neskaupstað í haust en þar verður austfirskt tónlistarlíf í fyrirrúmi auk þess stór nöfn í íslensku tónlistarlífi koma við sögu. Hins vegar Aron Leví Beck Rúnarsson til að halda málverkasýningu á eigin verkum en þær hefur hann allar málað á Reyðarfirði undanfarið ár.

Aðrir sem komust á blað voru:

Saga Unnsteinsdóttir. Listsköpun, sýning og samtal við samfélagið með það markmið að efla samfélagslegar tengingar með bæði list og tungumálinu.    

Útsæðið - bæjarhátíð. Kvikmyndasýning í samstarfi við Kvikmyndasafn Íslands á gömlu efni frá Eskifirði.    

Berta Dröfn Ómarsdóttir, sópran, og Svanur Vilbergsson, gítarleikar. Tónleikar og frumflutningur á nýrri tónlist í Tónlistarmiðstöð Austurlands en efnisskrá tónleikanna samanstendur af einstaklega fallegum sönglögum eftir Þorvald Gylfason, Castelnuovo-Tedesco og Sean Vara.    

Sigríður Hafdís Hannesdóttir, Martina Vanini, Melanie Cot. Fjögra daga listasmiða í Fjarðabyggð    . Þema listasmiðjunnar er „Hvaða þýðingu hefur sjórinn (eða hafið) fyrir mig?“.

Alfredo Esparza Cárdenas. Upphafið á öðrum áfanga ljósmyndaverkefnis á Stöðvarfirði hjá mexíkóska ljósmyndaranum og mannfræðingnum Alfredo Esparza .

Marc Alexander Fulchini. Forvarsla og endurnýjun veggmynda í Fjarðabyggð.    

Björn Hafþór Guðmundsson. Upptökur og útgáfa hljómdisks með lögum og textum Björns Hafþórs.

Ragnar Jónsson og Evan Fein. Klassískir tónleikar þar sem Ragnar Jónsson sellóleikari og Evan Fein tónskáld flytja blandaða dagskrá, m.a. frumflutning á nýju verki eftir Halldór Smárason, Íslandsfrumluttnings á þriðju sellósónötu Evans, minni verk eftir Morton Feldman og Elliott Carter sem og velkunnar perlur eftir Beethoven og Brahms    

Marc Alexander Fulchini. Vinnustofa fyrir 60 ára og eldri þar sem gerðar verða minningabækur.

Farandsverkefnið Fiskisúpa - Ljósmyndasúpa lukkaðist vel síðasta ár og því verður framhaldið um allt Austurland þetta árið. Mynd Fiskisúpa - Ljósmyndasúpa

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.