Skip to main content

Fjárfestum í kennurum án tafar

LífiðThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 05. okt 2009 18:26Uppfært 08. jan 2016 19:20

Í dag er Alþjóðadagur kennara haldinn hátíðlegur um allan heim. Að forgöngu UNESCO er 5. október sérstaklega helgaður kennurum og þennan dag nota þeir samtakamátt sinn til að tryggja að hugað sé að þörfum barna fyrir menntun í nútíð og framtíð. Um leið er 5. október tákn þess að við kunnum að meta mikilsvert framlag kennara til menntunar, framþróunar samfélaga og þroskunar einstaklinga. Yfirskrift dagsins í ár er þessi: Sköpum framtíð: Fjárfestum í kennurum án tafar.

kennaradagur.gif

Við hyllum kennara þennan dag, 5. október, í yfir hundrað löndum víðs vegar um heiminn. Kennarar skipa miðlægan sess í lífi barna, ungmenna og fullorðinna sem leiðbeinendur þeirra og félagar í lærdómsferlinu. Um allan heim vinna kennarar að því hörðum höndum, dag hvern, að færa nemendum menntun. Á Alþjóðadegi kennara nú í ár er lögð sérstök áhersla á hlutverk kennara í samhengi við alþjóðlega kreppu og þörfina fyrir að fjárfesta í kennurum, án tafar, til þess að tryggja endurnýjun eftir kreppu og draga úr þeim skaða sem hún veldur.

Það er mikilvægt á þessum erfiðu tímum að leita þeirra tækja sem við eigum í samfélaginu til að vernda kennarastarfið og tryggja, þrátt fyrir kreppu, að fjárfesting í kennurum sé næg og í réttu hlutfalli við þær kröfur sem til þeirra eru gerðar. Kennarar, með þekkingu sína, reynslu og framsýni að vopni munu reynast öflugir í að varpa nýju ljósi á þann vanda sem við stöndum frammi fyrir og leggja sitt af mörkum til alþjóðlegra lausna.


http://www.ei-ie.org/worldteachersday2009/index