Fjórði Hrafnkelssögudagurinn

Félag áhugamanna um Hrafnkelssögu og sögutengda ferðaþjónustu á Héraði efnir á morgun í fjórða sinn til Hrafnkelsdag.

 

Ferð með leiðsögn hefst við N1-skálann á Egilsstöðum kl. 13:00. Farið verður með rútu um söguslóðir Hrafnkelssögu, áð við nýuppsett söguskilti og gefst ferðalöngum kostur á að ganga síðasta hluta leiðarinnar heim í Aðalból. Rútuferðin kostar kr. 2.000 fyrir 13 ára og eldri og er æskilegt að þeir sem ætla að taka þátt í rútuferðinni skrái sig í síma 471-2788 eigi síðar en í kvöld.
Á Aðalbóli hefst dagskrá kl. 17.00. Þar verður kynnt ný sérsniðin ferðamannaútgáfa
Hrafnkelssögu sem IÐNÚ gefur út í samvinnu við Hrafnkelssögufélagið. Fyrstu
eintök verða afhent og mun gestum bjóðast að kaupa bókina.
Stoppleikhópurinn sýnir leikgerð sína á Hrafnkelssögu Freysgoða um kl. 17.30. Sýningin verður úti við á Aðalból á þeim slóðum sem helstu atburðir sögunnar gerast. Að lokinni leiksýningu verður boðið upp á grillaða Faxasteik og öl.
Þeim sem koma á einkabílum er bent á að keyra upp Jökuldal því að á leiðinni af Fljótsdalsheiði og niður í Aðalból í Hrafnkelsdal eru vöð á ám sem ekki eru fær fólksbílum.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar