Fjármála- og félagsstýrur hætta í Fjarðabyggð
Jóna Árný Þórðardóttir, fjármálastýra og Sigríður Stefánsdóttir, félagsmálastýra Fjarðabyggðar láta af störfum hjá sveitarfélaginu innan skamms.
Á fyrsta fundi bæjarráðs á árinu var lagt fram bréf frá Jónu þar sem hún sagði starfi sínu lausu. Það hefur þegar verið auglýst. Talsmaður sveitarfélagsins staðfesti að Sigríður sé að láta af störfum.