Skip to main content

Fíkniefnainnflutningur frá Danmörku

LífiðThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 11. sep 2009 17:53Uppfært 08. jan 2016 19:20


Fjórir karlar hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald til 24. september að kröfu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Hugsanlega tengist málið grunsamlegum mannaferðum við Lagarfljót í sumar, en það fæst ekki staðfest.

lagarfljtsormurinn_vefur.jpg

Í tilkynningu frá LRH fyrr í dag segir að mennirnir, þrír á þrítugsaldri og einn undir tvítugu, séu grunaðir um aðild að máli sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur haft til rannsóknar undanfarnar vikur en það varðar innflutning á fíkniefnum hingað til lands frá Danmörku.

Málið hefur verið unnið í samvinnu við dönsk lögregluyfirvöld en nokkur önnur lögregluembætti hérlendis, auk tollyfirvalda, hafa átt aðkomu að rannsókninni.

 

 

Austurglugginn spurðist fyrir um hvort efnin hefðu verið flutt inn með Norrænu, en Gunnar Rúnar Sveinbjörnsson hjá LRH segir að vegna rannsóknarhagsmuna sé ekki hægt að upplýsa frekar um málið að svo komnu.  

 

Snemma í júlí í sumar varð vart við ókunnan gúmmíbát í ferjulæginu við Lagarfljótsbrú. Fólk búsett við Lagarfljót ofan brúar sá tvo ókunna bíla aka í það minnsta í tvö skipti afleggjara niður að Fljótinu og koma fljótlega aftur til baka. Lögreglu var gert aðvart. Þá þóttust menn verða varir við aðila úr þekktu fíkniefnagengi í Reykjavík á svörtum Hummerjeppa á götum Egilsstaða. Því var velt upp hvort fíkniefni úr Norrænu væru falin við Lagarfljót, þau svo sótt og farið með þau á höfuðborgarsvæðið. 

 

 

Eins og fyrr segir er óstaðfest að þetta tengist handtökunum í dag á nokkurn hátt.

-

Mynd: Ferjulægið við Lagarfljótsbrú og ferjan Lagarfljótsormurinn sl. sumar. Ferjan er alls ótengd efni fréttarinnar.

Mynd/SÁ