Fljótsdalshérað áfram í Útsvari
Sveitarfélagið Fljótsdalshérað vann Kópavog 90-85 í spurningakeppninni Útsvari í kvöld. Liðið er þar með komið í fjórðungsúrslit.Sveitarfélagið Fljótsdalshérað vann Kópavog 90-85 í spurningakeppninni Útsvari í kvöld. Liðið er þar með komið í fjórðungsúrslit. Fljótsdalshérað tók strax forustuna og gekk óvenju vel í hraðaspurningum. Bilið jókst jafnt og þétt og gat Fljótsdalshérað leyft sér að taka fimm stiga spurningu í næst seinustu spurningu. Engu skipti þótt seinasta spurningin gengi Fljótsdalshéraði úr greipum. "Okkur er alveg sama því við unnum þetta," sögðu liðsmenn Fljótsdalshéraðs þegar þeir voru spurðir hví þeir hefðu ekki valið sér frekar fimmtán stiga spurningu.
Kópavogsliðið hefur unnið keppnina síðastliðin tvö ár. Flugeldum var skotið upp á Egilsstöðum skömmu eftir að keppninni lauk, væntanlega til að fagna sigrinum.