Fljótsdalshérað í Útsvari
Í kvöld eigast við í spurningakeppni Sjónvarpsins, Útsvari, lið Fljótsdalshéraðs og Vestmannaeyja. Þeir Stefán Bogi Sveinsson og Þorsteinn Bergsson mæta aftur til leiks líkt og fyrr fyrir hönd Fljótsdalshéraðs en í þetta skiptið mætir Ingunn Snædal með þeim og fyllir þannig í skarð systur sinnar Urðar Snædal. Frá Vestmannaeyjum mætir Sighvatur Jónsson aftur í sjónvarpssal en í þetta sinn með Sigurgeiri Jónssyni og Berthu Johansen. Austurglugginn sendir liði Fljótsdalshéraðs óskir um velgengni og að sjálfsögðu sigur!
Vildarvinir
Austurfrétt birtir fréttir að austan alla virka daga, öllum aðgengilegar og reiðir sig á auglýsingatekjur og styrki frá lesendum sínum til að halda úti þjónustunni.
Hvers virði finnst þér að hafa aðgang að fréttaþjónustu á borð við þessa?
Smelltu hér ef þú vilt styrkja Austurfrétt.