Skip to main content

Fljótsdalshérað vill taka að sér rekstur flugvallar og Vegagerðarinnar á Austurlandi

LífiðThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 05. nóv 2009 11:58Uppfært 08. jan 2016 19:20

Á fundi bæjarstjórnar Fljótsdalshéraðs í gær, 4. nóvember, var samþykkt að óska eftir viðræðum við samgönguyfirvöld um að Fljótsdalshérað taki að sér rekstur Vegagerðar ríkisins á Austurlandi og Egilsstaðaflugvallar.

Með samþykkt bæjarstjórnar er tekið undir bókun bæjarráðs frá 28. október. Í bókun bæjarráðs kemur fram að fjallað var um fund sem haldinn var fyrr þann sama dag sem bæjarráðsfundurinn fór fram, með þingmönnum kjördæmisins, þar sem meðal annars var farið yfir störf og stöðugildi ríkisstofnana á svæðinu og þær stöður og stofnanir sem hafa verið lagðar niður á svæðinu undanfarin ár. 
 
Bókun bæjarráðs, sem bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs samþykkti á fundi sínum 4. nóvember er eftirfarandi: „Í ljósi umræðu um áframhaldandi niðurskurð og þjónustuskerðingu  ríkisins á landsbyggðinni og  þeirra áhrifa sem það getur haft á framtíðaruppbyggingu og þróun innan svæðisins,  samþykkir bæjarráð  að óska eftir viðræðum við samgönguyfirvöld um að Fljótsdalshérað taki að sér rekstur Vegagerðar ríkisins á Austurlandi og Egilsstaðaflugvallar."