Foreldrar skólabarna hvattir til að mæta
Mánudaginn 21. september, kl. 20.00 – 22.00 verður fræðslufundur með Helgu Margréti Guðmundsdóttur verkefnisstjóra hjá Heimili og skóla. Helga Margrét mun fjalla um gildi foreldrasamstarfs og mikilvægi þess að tengiforeldrar séu virkir. Nýstofnuð samtök foreldrafélaga á Fljótsdalshéraði, Héraðsforeldrar, standa fyrir fræðslufundinum. Allir foreldra grunnskólabarna á Fljótsdalshéraði eru hjartanlega velkomnir en nýskipaðir tengiforeldrar eru sérstaklega beðnir um að mæta auk foreldra sem eru í stjórnum og varastjórnum foreldrafélaga skólanna. Fræðslufundurinn er haldinn í Hlymsdölum, félagsaðstöðu eldri borgara í Miðvangi á Egilsstöðum.
-
Börn í Hallormsstaðarskóla/GG
Vildarvinir
Austurfrétt birtir fréttir að austan alla virka daga, öllum aðgengilegar og reiðir sig á auglýsingatekjur og styrki frá lesendum sínum til að halda úti þjónustunni.
Hvers virði finnst þér að hafa aðgang að fréttaþjónustu á borð við þessa?
Smelltu hér ef þú vilt styrkja Austurfrétt.