Forsætisráðherrarnir byrjaðir

Fundur norrænu forsætisráðherranna hófst á Hótel Héraði á Egilsstöðum klukkan fjögur og stendur fram eftir kvöldi. Á morgun skoða ráðherrarnir Fljótsdalshérað.

ImageHver ráðherra kom, ásamt fylgdarsveit, í einkaflugvél til Egilsstaðaflugvallar. Sá fyrsti lenti klukkan þrjú og síðan lentu vélarnar hver af annarri næstu fjörutíu mínúturnar. Ráðherrarnir gista á Gistihúsinu Egilsstöðum en funda í kjallara Hótel Héraðs. Í fyrramálið verður blaðamannafundur áður en ráðherrarnir fara í hringferð um Fljótsdalshéraðs.

Hverjum ráðherra fylgir um 3-5 manna fylgdarlið þannig að alls sitja um þrjátíu manns á fundinum. Við bætast síðan öryggisverðir og íslenskir og erlendir fréttamenn, en áætlað er að yfir fimmtíu manns komi í allt að fundinum.

Athyglin beinist að Svíum sem taka við formennsku í Evrópusambandinu af Tékkum þann 1. júlí. Formennskan tengist síðan hugsanlegum aðildarviðræðum Íslendinga.

Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, er aðalfulltrúi Íslendinga á fundinum. Hann situr einnig Halldór Ásgrímssonm, fyrrverandi þingmaður Austurlands, sem er formaður norrænu ráðherranefndarinnar.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.