Frábær aðsókn á Beint frá býli hátíðina um helgina

Á landsvísu má gera ráð fyrir að allt að tvö þúsund manns hafi lagt leið sína á þau sex lögbýli sem héldu upp á Beint frá býli daginn um helgina. Þar af milli 300 og 400 manns sem heimsóttu Lynghól í Skriðdal.

Ekki einungis var aðsóknin frábær að sögn Oddnýjar Önnu Björnsdóttur, framkvæmdastjóra Beint frá býli, heldur var sala afurða á hverjum stað fyrir sig ótrúlega góð.

„Þetta gekk framar okkar vonum og mér telst til að hundruðir gesta hafi heimsótt hvern og einn staðinn þar sem þetta var haldið. Ég held að milli 300 og 400 manns hafi til dæmis rennt við að Lynghóli sem var í forsvari fyrir Austurlandið að þessu sinni og það er ótrúlega fín aðsókn miðað við að veðrið var ekki með besta móti. Það var svona smá gjóla en ekki kalt samt en fólk klæddi bara vel og allt gekk þetta vel upp. Krakkarnir skemmtu sér vel og fengu að heimsækja hlöðuna og sjá kiðlinga og kaníur og fleira skemmtilegt á bænum. Svo var salan miklu meiri en við bjuggumst við. Þorbjörg á Lynghóli þurfti margoft að fara að ná í meira meðan á þessu stóð og aðrir seldu afar vel af sínum vörum. Við erum að vonum afar sátt og glöð með þetta.“

Ein sex lögbýli í landinu opnuðu fyrir gestum á sunnudaginn var á Beint frá býli deginum og þar bæði skemmtun og krásir í boði.Þrátt fyrir gjólu var umferðin mikið að Lynghóli í Skriðdal eins og sjá má. Mynd Oddný Anna Björnsdóttir

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.