Fræðsla um íþróttaupplifun hinsegin fólks
Sveinn Sampsted, íþróttafræðingur hjá Samtökunum ´78, mun í vikunni halda erindi um um upplifun hinsegin fólks af íþróttastarfi í landinu fyrir foreldrum og forráðamönnum í Múlaþingi og Fjarðabyggð.
Sveinn hefur sérstaklega rannsakað upplifun hinsegin fólks í íþróttum um hríð og byggja fræðslufundirnir á niðurstöðum þeirra rannsókna hans.
Rannsókn sína vann Sveinn sem lokaverkefni í íþróttafræðinámi sínu við Háskólann í Reykjavík en það var fyrsta slíka rannsóknin á upplifun hinsegin fólks í hinum íslenska íþróttaheimi. Með henni var markmiðið að leita leiða til að bæta upplifun hinsegin fólks í hvers kyn íþróttastarfi. Rannsóknar sinnar vegna tók Sveinn fjölda hinsegin íþróttafólks tali og þó upplifun flestra væri almennt góð af íþróttaheiminum hér á Íslandi kom í ljós að neikvæð reynsla væri oftar en ekki tengt staðalímyndum út af kynhneigð eða kynímynd. Þannig leið sumum viðmælendum illa í búningsklefum fyrir eða eftir mót. Þeim leið oft verst sjálfum en voru jafnframt hrædd um að láta öðrum líða illa með því að láta aðra halda að þau væri að horfa á þau löngunaraugum eða valdið vandræðalegri stemmningu því klefafélagið þyrftu að passa hvað þeir sögðu.
Sveinn fer víða um Austurland næstu daga. Tveimur fyrirlestrum verður streymt á miðvikudag. Annars vegar úr Egilsbúð klukkan 16:00, hins vegar úr Menntaskólanum á Egilsstöðum kl. 20:15. Hlekkur á síðarnefnda streymið er hér.