Framkvæmdir við kaldavatnslögn úr Köldukvísl ganga vel

Í þessari viku er að ljúka vinnu við lagningu kaldavatnslagnar frá dæluhúsi við Köldukvísl á Eyvindarárdal að vatnstanki á Selöxl, á Egilsstöðum. Þá hefst vinna við þrýstiprófun á lögninni og síðan verður hún skoluð út og hreinsuð áður en vatni verður hleypt í gegn um hana inn í vatnstankinn. Búið er að reisa dæluhúsið við Köldukvísl og verið er að einangra það og fullgera.

hef.jpg

Síðan taka við tengingar  við rafmagn og frágangur á rafbúnaði og dælum. Verkið er á áætlun og stefnt að því að þéttbýlin á Egilsstöðum og Fellabæ  fái vatn úr nýja vatnsbólinu fyrir jólin.  Fyrirhugað er að draga nýja vatnslögn í gömlu asbestlögnina frá Blómabæ að vatnsbóli Egilsstaða. Þá verður síðasta  asbestlögnin í veitukerfinu aflögð .  Að því loknu  verður hægt að tengja Fellabæinn við nýja vatnsbólið. Jólabaðvatnið ætti því ekki að verða neitt slor, blanda af besta hitaveituvatni landsins og vatni úr köldum og tærum fjallalindum Köldukvíslar. Frá þessu greinir á vef Hitaveitu Egilsstaða og Fella.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.