Skip to main content

Framskrið í Heinabergsjökli

LífiðThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 04. nóv 2009 12:40Uppfært 08. jan 2016 19:20

Heinabergsjökull í Vatnajökli hefur hopað um 80 metra að norðan, samkvæmt mælingum jarðfræðinema úr Framhaldsskólanum í Austur-Skaftafellssýslu í síðustu viku. Sunnanvert hefur jökullinn eitthvað gengið fram.

joklamaelingagengid_09.jpg

Jarðfræðinemarnir fóru að jöklinum til að kanna hvort breytingar hefðu orðið á honum frá í fyrra og voru um þrjátíu manns í ferðinni.

 

Heinabergsjökull skríður niður úr Vatnajökli á mörkum Suðursveitar og Mýra og gengur fram í lón. Hann klofnar um Hafrafell (1008m) í Skálafellsjökul og Heinabergsjökul. Heinabergsfjöll eru austan Heinabergajökuls.  Undan honum koma Heinabergsvötn og Kolgríma.

-

Mynd: Jöklamælingagengið/www.rikivatnajokuls.is