Franskir dagar fagna 25 ára afmæli

Franskir dagar á Fáskrúðsfirði fagna í ár 25 ára afmæli bæjarhátíðarinnar með veglegri dagskrá.

Hátíðinni verður þjófstartað í kvöld þegar skemmtikrafturinn Hjálmar Örn Jóhannsson heldur pöbkviss í Skrúð.


Dagskráin er þétt um helgina og mikið um að vera. Fjölbreytt tónleikadagskrá verður á hátíðinni og á morgun halda þeir Stebbi og Eyfi tónleika í Skrúð. Á föstudaginn spilar KK í kirkjunni og síðar um kvöldið verða stórtónleikar við Búðagrund þar sem fram koma: Matti Matt, KK, Bríet og Lalli töframaður. Á laugardagskvöldið verður svo ungmennaball í Skrúð með Albatross og Birni. Síðar um kvöldið heldur spilamennska Albatross svo áfram fyrir fullorðna fólkið.


Líf og gjör verður í bænum alla helgina þar sem skemmtidagskrá verður á Skólavegi á laugardaginn ásamt leiktækjum fyrir krakkana og markaðstorgi.


Þá verður margt annað í gangi eins og: hjólreiðakeppnin Tour de Fáskrúðsfjörður, dorgveiðikeppni, helgistund í frönsku kapellunni og félagsvist í Glaðheimum svo eitthvað sé nefnt.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.