Færeyingar stigu þjóðdans á Egilsstöðum: Myndband
Stór hópur Færeyinga, sem heimsótti Austurlandi í vor, vakti mikla lukku þegar hann steig dans fyrir utan verslun Nettó á Egilsstöðum. Fjöldi heimamanna tók þátt í dansinum.
Hópurinn var um 230 manns og ferðaðist um Austurland á fimm rútum. Hann kom með ferjunni Norrænu til landsins en á vegum Smyril-Line eru skipulagðar sérferðir til Íslands.
Færeyski útvarpsmaðurinn Elis Poulsen var með í för og lét vel af ferðinni. „Þetta er kvæðaferð og í haust er harmonikkuferð. Hópurinn dansaði hér Grettiskveðju. Við erum búin að skoða Eskifjörð og Skriðdal og gistum hér eina nótt,“ sagði Elis í samtali við Agl.is.