Skip to main content

Færeysk grafík á Stöðvarfirði

LífiðThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 02. okt 2009 11:55Uppfært 08. jan 2016 19:20

Gallerí Snærós á Stöðvarfirði opnar sýningu á færeyskri grafík á morgun, laugardag, kl. 17. Hinn þekkti grafíklistamaður Ríkharður Valtingojer, sem býr og starfar á Stöðvarfirði og rekur þar alþjóðlegt grafíksetur, dvaldi nýverið í Færeyjum, hitti þar grafíklistamenn og valdi verk á sýninguna. Hann segir koma á óvart þann mikla áhuga sem færeyskur almenningur hafi á myndlist og þar sé allt annað umhverfi en tíðkist hér á landi. Þetta er í annað sinn sem Gallerí Snærós sýnir norræn verk, en áður hefur verið haldin grafíksýning með verkum frá Svíþjóð. Færeyska sýningin stendur til 1. nóvember.

grafk_fr_freyjum.jpg