Fáskrúðsfirðingar unnu Raunveruleik
Verðlaun í hinum árlega Raunveruleik Landsbankans voru afhent föstudaginn 13. nóvember.
Hópurinn ,,Litla Hraun," sem myndaður var úr 9. og 10. bekk Grunnskóla Fáskrúðsfjarðar sigraði í keppni bekkjardeilda. Allir nemendur 9. og 10. bekkjar á Fáskrúðsfirði unnu sér inn iPod shuffle ásamt farandbikar.
Raunveruleikurinn er gagnvirkur hermileikur og hannaður sem fjármála- og neytendafræðsla fyrir efsta bekk grunnskóla. Um leið keppa nemendur í grunnskólum landsins sín á milli í þroskandi og spennandi leik.
Sigurvegarnir tóku forystu strax í upphafi leiks og héldu henni allt til loka. Slíkt hefur ekki gerst fyrr. Stigasöfnun var mun meiri en áður hefur þekkst.