Fáskrúðsfjörður í norðljósatrafi
Jónína Óskarsdóttir á Fáskrúðsfirði segir að það hafi viðrað vel til norðurljósamyndatöku undanfarið. Það er vor í lofti og farfuglarnir farnir að koma.
Jónína segir að farfuglarnir séu farnir að koma til Fáskrúðsfjarðar. ,,Ég fór gamla veginn yfir á Reyðarfjörð í gær, það er einhver tími frá því hreinsað var af honum, töluvert hefur hrunið á hann af stökum steinum í ýsum stærðum, sumum meira en meðalstórum. Vona að hann hafi verið hreinsaður í dag. Ég sá mikið af grágæsum og helsingjum á túnum
við Hafranes, það er alltaf gaman þegar farfuglarnir mæta á vorin", sagði Jónína.