Skip to main content

Fyrsta breiðskífa Daníels Hjálmtýssonar komin út

LífiðThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 14. nóv 2022 13:12Uppfært 14. nóv 2022 13:14

Daníel Hjálmtýsson, tónlistarmaður og fyrrverandi kennari við Grunnskólann á Reyðarfirði, sendi fyrir helgi frá sér sína fyrstu sólóplötu sem nefnist Labyrinthia.


Daníel vann að plötunni síðustu tvö ár, en mestan þann tíma var hann búsettur á Fáskrúðsfirði. Afraksturinn kom út stafrænt og á kassettu á föstudag en tvenns konar vínylútgáfa er væntanleg í mars á næsta ári.

Austurland hefur líka sterk áhrif í umslagi plötunnar sem Daníel hannaði ásamt listamanninum Villa Jóns. Íslensk náttúra almennt er líka áhrifamikil í plötunni allri, lögum og hönnun, því Daníel keyrði reglulega suður til að æfa og taka upp með hljómsveit sinni.

Daníel heldur í vikunni ásamt hljómsveit sinni í tónleikaferð til Hollands, Belgíu og Ítalíu. Hróður hennar hefur þegar borist út fyrir landssteinana þar sem eitt laga plötunnar, „Birds“ var valið lag dagsins á bandarísku útvarpstöðinni KEXP í maí 2020.