Skip to main content

Góð veiði í Selfljóti og Gilsá

LífiðThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 21. ágú 2009 10:41Uppfært 08. jan 2016 19:20

Um miðjan ágúst höfðu rúmlega 180 veiðst í Selfljóti og Gilsá samkvæmt innkomnum veiðiskýrslum. Eru það 45 laxar, 86 bleikjur og 50 urriðar. 

Athygli vekur að hlutur laxa í aflanum er meiri en undanfarin ár og hefur næstum náð þeirri tölu sem stundum hefur verið ársveiðin á laxi fyrri ár.

09_07_3---salmon_web.jpg

Forsvarsmenn Veiðifélags Selfljóts segja að nú fari í hönd fengsælasta veiðitímabilið í Selfljótinu. Vaxandi eftirspurn sé á veiðileyfum fyrir útlendinga og hafi tveir hópar pantað nokkra daga hvor veiðileyfi  í Selfljótinu. Veiðimönnum er bent á að tryggja sér veiðileyfi sem fyrst. Veiðitímabilinu líkur 20 september.