Gengu tæpa 7000 km til styrktar Krabbameinsfélaginu - Myndir

Þátttakendur í Styrkarleikunum, sem fram fóru á Vilhjálmsvelli um helgina, gengu samtals 6.942 kílómetra. Gengið var til styrktar Krabbameinsfélagi Íslands. Líkt og í lífinu skiptust á skin og skúrir á vellinum.

Gengið er í sólarhring til tákns um að krabbameinið tekur sér aldrei hvíld. Styrkarleikarnir hófust á hádegi á laugardag og lauk sólarhring síðar.

Gengið var í hringi á Vilhjálmsvelli auk þess sem markaðir höfðu verið hringir í Tjarnargarðinum. Við enda hvers hringt voru teljarar sem þátttakendur slógu á til að skrá hring sinn og þar með vegalengdina.

Teljararnir voru ellefu talsins, einn frá hverju því liði sem skráð var til leiks. Sum liðin tengdust fólki sem nú glímir við krabbamein, önnur látnum ástvinum og enn önnur tengdust mættu bara til að styðja við málefnið. Þátttakendur þurftu ekki að vera skráðir í lið. Margt fólk rakst inn á völlinn og fór nokkra hringi til að styðja við málefnið.

Hugsunin var bæði að safna áheitum með göngunni en líka minna fólk á það bakland sem það hefur í allri baráttunni. Liðin höfðu bækistöðvar í tjöldum sem komið var upp á grasvellinum.

Eins og í lífinu sjálfu skiptust á skin og skúrir. Gangan hófst í um 20 stiga hita og sól. Þannig var fram undir kvöldmat á laugardag. Eftir það tók að rigna. Um nóttina hellirigndi, jafnvel þannig að pollar mynduðust á vellinum og tjöldunum. Göngufólkið hélt áfram og klæddi sig í regnföt. Fyrir lokaathöfnina stytti aftur upp.

Til hliðar við gönguna var létt skemmtidagskrá á laugardag auk setningar- og lokaathafna. Á laugardagskvöld var ljósahátíð. Þar var gjörningur þar sem fólk skrifaði skilaboð eða hugrenningar til ástvina í ljósker.

Áætlað er að um þúsund manns hafi tekið þátt í Styrkleikunum þegar uppi er staðið. Eins og fyrr segir gekk fólkið samtals 6.762 kílómetra. Tæpar fjórar milljónir söfnuðust með áheitasöfnun en til viðbótar fengust um tvær milljónir í styrki frá fyrirtækjum.

Styrkleikarnir eru alþjóðlegt fyrirbrigði. Þeir voru fyrst haldnir hérlendis á Selfossi vorið 2022.

Styrktarleikarnir 2023 0002 Web
Styrktarleikarnir 2023 0021 Web
Styrktarleikarnir 2023 0023 Web
Styrktarleikarnir 2023 0027 Web
Styrktarleikarnir 2023 0030 Web
Styrktarleikarnir 2023 0035 Web
Styrktarleikarnir 2023 0043 Web
Styrktarleikarnir 2023 0045 Web
Styrktarleikarnir 2023 0053 Web
Styrktarleikarnir 2023 0064 Web
Styrktarleikarnir 2023 0070 Web
Styrktarleikarnir 2023 0074 Web
Styrktarleikarnir 2023 0078 Web
Styrktarleikarnir 2023 0090 Web
Styrktarleikarnir 2023 0096 Web
Styrktarleikarnir 2023 0098 Web
Styrktarleikarnir 2023 0100 Web
Styrktarleikarnir 2023 0111 Web
Styrktarleikarnir 2023 0117 Web
Styrktarleikarnir 2023 0121 Web
Styrktarleikarnir 2023 0130 Web

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar