![](/images/stories/news/2016/snjohus_bdalsvik2.jpg)
Gistu næturlangt í snjóhúsi
Tveir hressir sjö ára strákar á Breiðdalsvík, þeir Ernst Ingólfur Martinsson og Baltasar B. Bjarkason tóku sig nýverið til og gistu í snjóhúsi eins og kennd eru við eskimóa.
Sjö stiga frost var nóttina sem strákar sváfu í húsinu en þeim leið samt ljómandi vel. Þeir voru steinsofandi þegar móðir Ernst, Christa Feucht, þurfti að vekja þá til að fara í skólann.
Hún hafði sjálf prófað snjóhúsið kvöldið áður og fundist það hlýtt og gott. Það er nú hins vegar bráðnað líkt og mest allur snjór í byggð á Austfjörðum.
Myndir: Christa M. Feucht