Góða Þróttaraveislu gjöra skal á laugardag

Allt er að verða tilbúið fyrir mikil hátíðarhöld í Neskaupstað á laugardaginn kemur þegar íþróttafélag bæjarsins, Þróttur, fagnar stórum og merkilegum áfanga: félagið verður hundrað ára.

Það ekki lítið afrek og reyndar er Þróttur þar með næstelsta íþróttafélagið á Austurlandi en aðeins Huginn á Seyðisfirði státar af lengri sögu en Þróttarar. Það félag stofnað 1913 eða tíu árum fyrr.

Efnismikil dagskrá verður í boði strax frá hádegi á laugardag og fram eftir kvöldi og þar þess vænst að háir sem lágir klæðist hefðbundum gulum litum félagsins að sögn Petru Lindar Sigurðardóttur formanns Þróttar.

„Veislan hefst með hátíðarhöldum á íþróttavellinum klukkan 12. Þar höldum við skrúðgöngu og förum í alls kyns leiki og þrautir og Lalla töframann áður en við setjum eitthvað gott á grillið fyrir gesti. Síðdegis höldum við svo formlegt afmæliskaffi í sal Nesskóla og veitum þar heiðursmerki þeim er unnið hafa langt og gott starf fyrir Þrótt gegnum tíðina. Þar ætlum við að veita gull- og silfurmerki í fyrsta skipti síðan 2013. Þá stíga á stokk góðir og gildir Þróttarar og halda ræður af tilefninu. Þar einnig fjöldi ljósmynda og muna sem tengist félaginu síðustu áratugina og auðvitað góðar kræsingar í þokkabót.“

Í lok þessa dags eru svo eldri Þróttarar hvattir til að hittast í Beituskúrnum og rifja upp gamla tíma saman og þar auðvitað afsláttarkjör fyrir þá sem mæta í gulu.

Tveir hressir Þróttarar þegar komnir í gult. Í gegnum samstarf við SÚN-búðina hafa allir leik- og grunnskólakrakkar í bænum fengið Þróttartreyju að gjöf fyrir afmælið. Mynd aðsend

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.