Góður dagur hjá kajakræðurum í gær
Ævintýramennirnir Riaan Manser og Dan Skinstad, sem róa á kanó umhverfis Ísland, fengu byr í bakið út fyrir Austfjörðum í gær. Svo mikill var belgingurinn að þeir urðu viðskila um stund.
Riaan segir frá þessu á Twittersíðu sinni en félagarnir réru frá Borgarfirði til Seyðisfjarðar. Þar segir Riaan að dagurinn hafi verið góður. Vindurinn hafi verið mikill og þeir róið yfir 50 kílómetra.
„Við Dan urðum viðskila á sjónum í gær,“ skrifar Riaan. „Ég missti sjónar á honum í nokkrar mínútur. En náði að róa aftur inn í storminn.“