Halda tónleika á vinnusvæði
Listamennirnir Charles Ross og Halldór Waren kom fram á tónleikunum í Sláturhúsinu á morgun. Í húsinu standa yfir miklar framkvæmdir þessa dagana.Halldór og Charles ætla milli klukkan 17 og 19 að flytja frumsamin íslensk sönglög á vinnusvæðinu í Sláturhúsinu á Egilsstöðum. Miklar framkvæmdir standa yfir við húsið og hefur síðustu vikur verið unnið að því að skipta um þak á húsið.
Tónleikarnir eru hluti af samstarfi Geðhjálpar við sveitarfélög landsins sem á morgun bjóða frítt á söfn. Það er hluti af átakinu Geðhjálpar G-Vítamín á þorra, sem stendur yfir þessa dagana. Markmið þess er að vekja landsmenn til umhugsunar um geðrækt með að gefa þeim heilræði um hvernig þeir geta gleymt sér í dagsins önn.
Enginn aðgangseyrir er á tónleikana en tekið verður við frjálsum framlögum til styrktar Geðhjálp.
Listi yfir þau söfn sem taka þátt í átakinu verður aðgengilegur á morgun á www.gvitamin.is, en Minjasafn Austurlands er meðal þeirra safna sem þegar hafa staðfest þátttöku sína með fríum aðgangi.