Skip to main content

Hálf milljón safnaðist með listaverkasölu

LífiðThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 16. mar 2022 11:56Uppfært 16. mar 2022 11:59

Hálf milljón safnaðist til mannúðarstarfs í Úkraínu í listaverkauppboði sem menningarmiðstöðin Skaftfell á Seyðisfirði hélt á sunnudag í samvinnu við listasamfélagið á Seyðisfirði.


Yfir 30 lista menn af Austurlandi gáfu verk sem sýnd voru á uppboðssýningu. Að auki flutti Vigdís Klara Aradóttir og Guido Bäumer lifandi tónlist.

Alls söfnuðust 500.000 krónur á uppboðinu sem renna óskiptar í neyðarsöfnun Rauða krossins til styrktar íbúum í Úkraínu.

„Skaftfell vill þakka öllum listamönnunum kærlega fyrir þessa veglegu og óeigingjörnu gjöf, sömuleiðis öllum þeim sem veittu söfnuninni aðstoð og síðast en ekki síst kaupendur verkanna. Við erum hrærðar yfir frábærum undirtektum nærsamfélagsins,“ segir í tilkynningu.

Frá uppboðinu á sunnudag. Mynd: Skaftfell