Hammondhátíð í fyrsta sinn í 3 ár

Hammondhátíðin mun fara fram á Djúpavogi 20-23. apríl næstkomandi. Á opnun hátíðarinnar verður Classic Rock með Magna og Stebba Jak. Aðrir sem koma fram á hátíðinni í ár eru Svavar Organ Trio, 200.000 Naglbítar, Hjálmar og Ragga Gísla. 

Hátíðin hefur verið haldin síðan 2006 og er orðin ein af elstu tónlistarhátíðum landsins. Á heimasíðu hátíðarinnar segir: „Hammondhátíð Djúpavogs hefur það að meginhlutverki að heiðra og kynna Hammondorgelið. Er það gert með því að fá tónlistarmenn, allt frá heimamönnum til landsþekktra, til að leika listir sínar og er Hammondorgelið rauði þráðurinn í gegnum alla dagskrána.“

Ólafur Björnsson situr í stjórn hátíðarinnar og segir mikla spennu fyrir hátíðinni í ár eftir 3 ára pásu vegna Covid. „Þetta verður mikið húllumhæ þar sem við bjóðum upp á fjölbreytta músík þar sem allir finna eitthvað við sitt hæfi,“ segir Ólafur. 

Ásamt dagskrá sjálfrar hátíðarinnar verður dagskrá utan hátíðarinnar þar sem er að finna nokkra viðburði sem hafa fest sig í sessi á hátíðinni. Ólafur segir að einn þeirra viðburða sem hefur fest sig vel í sessi hátíðarinnar sé Edrúlífið sem hefur verið mikilvægur þáttur í hátíðinni frá 2013. Þá eru fengnir landsþekktir aðilar sem hafa snúið bakinu við áfengi til að halda fyrirlestur í Djúpavogskirkju.

Ólafur segir að þetta verði gaman og verði hægt að finna viðburði um allan bæ, þar sem handverksfólk opnar stofur sínar og sýnir sín verk. Til dæmis verður opið í Steinasafni Auðuns og á veitingastaðnum Við Voginn verða ýmsir viðburðir eins og Bjór Jóga og eftirpartý. Þá verða íþróttaviðburðir og matreiðslukeppni. 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.