Helgi á göngu: Útivistar og menningarhelgi á Borgarfirði eystri
Nú stendur yfir á Borgarfirði eystri Útivistar og menningarhelgin ,,Helgi á göngu", sem er samstarfsverkefni Ungmennafélags Borgarfjarðar, Ungmennafélags Íslands og Ungmenna og íþróttasambands Austurlands.
Menningar og útivistarverkefnið Helgi á göngu, hófst í gær með sólstöðugöngu á Svartfell. Helgi á göngu, heldur síðan áfram í dag með göngu frá Stapavík um Gönguskörð í Njarðvík. Lagt verður af stað frá Unaósi kl 14:00 og gengið út með Selfljóti að Stapavík en þar er gömul uppskipunarhöfn.
Þeir sem vilja geta gengið sömu leið til baka en leiðsögn verður um gömlu þjóðleiðina til Njarðvíkur og Borgarfjarðar um Gönguskörð.
Síðan heldur Menningar og útivistarhelgin áfram með gönguferðum alla daga fram á helgi, föstudag og laugardag en Helgi á göngu, lýkur með léttri skoðunarferð um Bakkagerðisþorp á sunnudaginn.
Nánari upplýsingar um Helgi á göngu, má finna á heimasíðu Ferðamálahópsins á Borgarfirði eystri.