Helgin: Bandaríkjamaður frá Fáskrúðsfirði sýnir í Neskaupstað

Bandaríski listamaðurinn Marc Alexander opnar nýja sýningu sína í Þórsmörk í Neskaupstað á morgun. Norðfirðingurinn Þorbergur Ingi Jónsson heldur fyrirlestur um langhlaup á Egilsstöðum.

Marc Alexander flutti til Fáskrúðsfjarðar fyrir ári. Hann starfaði áður í bankageiranum í Boston en sleppti tökum af honum og skipti um umhverfi.

Á sýningunni sýnir hann ný röð klippimynda sem kallast Norðurskautsráðið. Þar veltir hann upp spurningum sem snúa að bráðnum heimskautaíssins og hvernig brugðist er við því - eða ekki!

Ungmennafélagið Þristur býður upp á námskeið með Þorbergi Inga Jónssyni, einum fremsta utanvega- og ofurlengdahlaupara landsins. Á námskeiðinu fjallar hann meðal annars hlaupastíl og gagnleg ráð þegar hlaupið er upp og niður brekkur.

Í Vallanesi verður haustmarkaður Móður Jarðar opinn frá 12-17 á morgun. Þar er hægt að kaupa ferska uppskeru af ræktun sumarsins á býlinu.

Á sunnudagskvöld verður gospelsamkoma í stað hefðbundinnar guðsþjónustu í Egilsstaðakirkju. Sr. Þorgeir Arason predikar og Tryggvi Hermannsson leikur á hljóðfæri og leiðir gospelhópinn. Tekið er við frjálsum framlögum til endurbyggingar Grímseyjarkirkju í lokin.

Austfirska barnamenningarhátíðin BRAS heldur áfram. Á sunnudag frá 12-17 er í boði hljóðupptaka og fræðsla um hljóðverið í Stúdíó Síló með Vinny Wood. Smiðjan er opin ungmennum á aldrinum 14-21 árs.

Karlalið Þróttar í blaki spilar útileik gegn Aftureldingu á morgun. Kvennaliðið mætir KA á Akureyri á sunnudag. Körfuknattleikslið Hattar heimsækir Selfoss í kvöld.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.