Helgin: Breytt dagskrá Listar í ljósi vegna veðurspár

Opnunarhátíð Listar í ljósi á Seyðisfirði hefur verið frestað til morguns vegna veðurspár. Dregið verður um hreindýraleyfi á Egilsstöðum á morgun.


Opnunardagskrá hátíðarinnar átti að vera í kvöld en er vegna veðurspár frestað til morguns. Opnunarhófið verður klukkan 17:30 á NorðAustur en formleg dagskrá hefst klukkan 19:00 fyrir framan hjúkrunarheimilið með sameiginlegri athöfn. Í kjölfarið verður rölt á Austurveg 23 þar sem skólabörn opna sýninguna Birtingarmynd ljóss og skugga.

Nokkrir viðburðir verða hins vegar í boði í kvöld, til dæmis gjörningur eftir Furu, opið hús í Heima og Flat Earth kvikmyndarhátíðin auk þess sem hægt er að keyra um bæinn og skoða verk sem eru í gluggum húsa.

Á morgun klukkan 14:00 í Valaskjálf Egilsstöðum verður dregið um veiðileyfi á komandi hreindýravertíð. Í ár er kvótinn 1.315 dýr, 393 tarfar og 922 kýr. Alls bárust 3.286 umsóknir, 3.273 gildar.

Um kvöldið verður veiðikviss á Feita fílnum Magni mætir með kassagítarinn.

Í fyrstu deild karla í körfuknattleik tekur Höttur á móti Vestra klukkan 15:00 á sunnudag. Höttur þarf að vinna þrjá af síðustu fjórum leikjum sínum í deildinni til að vinna og komast þannig beint upp í úrvalsdeild.

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar