Helgin: Síðustu tónleikar Kammerkórsins undir stjórn Thorvald Gjerde

Kammerkór Egilsstaðakirkju kveður stjórnanda sinn, Thorvald Gjerde, með að flytja klassískast perlur á tónleikum á sunnudag. Útivist, danssýning, ný listsýning og íþróttir eru meðal þess sem eru í boði á Austurlandi um helgina.

Á tónleikunum „Klassískar perlur“ mun kammerkórinn, ásamt einsöngvurum og 13 manna hljómsveit, flytja valin brot af efnisskrá sinni síðustu 12 árin.

Þar eru verk verk eftir nokkur fremstu tónskáld frá tímum endurreisnar, barokks og klassískur innan kirkjutónlistar. Meðal brota úr verkum sem leikin og sungin verða, eru: Te deum eftir Charpentier, Uppstigningarkantötur nr. 11 og 37 eftir Bach, brot úr messum eftir Palestrina, Haydn, Schubert og Mozart auk Laudate Dominum eftir Mozart og Salve Regina eftir Haydn auk brots úr óratóríunni Messias, eftir Händel.

Kammerkórinn hefur starfað frá árinu 2010. Thorvald hefur stjórnað honum frá upphafi en hann fer nú á eftirlaun og eru þetta síðustu stórtónleikarnir undir hans stjórn. Tónleikarnir hefjast klukkan 17:00 á sunnudag.

Dans og listir

Danssýning, sem farið hefur víða um Austurland til styrktar munaðarlausum börnum í Cherkasy og læknamiðstöð í Kænugarði veðrur sýnd í Herðubreið á Seyðisfirði klukkan 18:00. Enginn formlegur aðgangseyrir er en tekið við framlögum sem send eru til þeirra sem eiga um sárt að binda vegna stríðsins í Úkraínu.

Á sama stað verður klukkan 14 á morgun opnuð listasýningin Fossar Fjarðarheiðar. Rúnar Loftur Sveinsson sýnir þar nýjustu verk sín til minningar um Garðar Eymundsson, listfrömuð frá Seyðisfirði, sem kenndi Rúnari grunninn í myndlistinni.

Á Skriðuklaustri um helgina verður ævintýrafjölskylduratleikurinn „Leitin að týnda eldinum“ frumsýndur. Hönnuðir leiksins verða til viðtals um helgina.

Íþróttir og útivist

Ferðafélag Fjarðamanna leggur af stað klukkan tíu í fyrramálið frá Kolmúla í Reyðarfirði þar sem farið verður yfir að Höfðahúsum í Fáskrúðsfirði og þaðan tengið yfir Staðarskarð í leiðsögn Þórodds Helgasonar.

Ungmennafélagið Þristur stendur fyrir námskeiði í götuhjólreiðum um helgina. Það byrjar í kvöld og stendur til sunnudags. Leiðbeinendur eru Hörður Finnbogason og Anna Lilja Sævarsdóttir frá Hjólreiðafélagið Akureyrar.

Spyrnur tekur á móti Mána á Fellavelli í E riðli fjórðu deildar karla í knattspyrnu klukkan 20:00 í kvöld. Á sama stað klukkan 13:00 tekur Höttur/Huginn á móti Þrótti úr Reykjavík í annarri deild karla en Knattspyrnufélag Austfjarða sækir Hauka heim. Fjarðabyggð/Höttur/Leiknir leikur gegn Augnabliki í Kópavogi á morgun í Lengjudeild kvenna.

Loks verður kosið til sveitarstjórna um helgina. Framboðin eru mörg með gleðskap í kvöld, kosningakaffi á morgun og loks kosningavökur annað kvöld.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.