Helmingur nemenda veikur
Lífið • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 13. okt 2009 09:30 • Uppfært 08. jan 2016 19:20
Líklegt þykir að H1N1-flensan herji nú á nemendur Grunnskóla Fáskrúðsfjarðar. Þar hefur verið tilkynnt um veikindi fimmtíu nemenda og á að taka sýni hjá þeim til að grafast fyrir um hvort þetta er H1N1-flensan eða önnur pest. 101 nemandi er við skólann og því helmingur þeirra veikur.
Á Breiðdalsvík eru þrettán nemendur skráðir veikir, eða um helft nemenda og er þar einnig grunur um H1N1 smit.
Á vefnum influensa.is má finna upplýsingar um einkenni og æskileg viðbrögð vegna H1N1-flensu. Fyrstu skammtar af bóluefni gegn flensunni koma til landsins á fimmtudag. 300 þúsund skammtar voru keyptir, en búist er við að um helmingur landsmanna geti smitast.