Hestar, húsdýr og fótboltagolf á Finnsstöðum

Hestaferðir, dýragarður og fótboltagolf er meðal þess sem í boði er fyrir gesti á jörðinni Finnsstöðum í Eiðaþinghá á Fljótsdalshéraði.


„Við erum með grísi, kindur, kýr, kálfa, endur, hænur og hana og fleira til og allt í aðgengilegum girðingum. Það er makalaust alveg hvað gestir okkar, hvort sem er börnin eða fullorðnir, hafa gaman að því að setjast eða leggjast niður með dýrunum og klappa þeim og knúsa,“ segir Helga Guðrún Sturlaugsdóttir, bóndi og gestgjafi. Hún og maður hennar, Sigurður Hlíðar Jakobsson, hafa byggt upp staðinn síðustu ár.

Þau hafa byggt upp hestaferðir þar sem miðað er við gæðin frekar en fjöldann. „Við hjónin gerum út á að útreiðartúrarnir séu fámennir og í hverri ferð er góður og vanur leiðsögumaður. Við viljum að þetta verði frábær upplifun og það getum við þar sem hestarnir eru svo góðir og umhverfið skemmtilegt til útreiða,“ segir hún í viðtali í Austurglugga vikunnar.

Fótboltagolfið bættist svo við í sumar. „Vinkona vinkonu minnar sem benti okkur á þennan möguleika en fram að því hafði ég aldrei heyrt talað um fótboltagolf. Okkur fannst þetta sniðugt og með ágætt fjölbreytt land undir slíkt svo við fórum bara einn góðan veðurdag, gegnum um túnin okkar og settum völlinn upp.“

Lengri útgáfa birtist í Austurglugganum sem kom út í vikunni. Hægt er að panta áskrift hér.

Mynd: Aðsend

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.