Hildarleik hermanna fyrir 70 árum minnst

veturhus_hermynd3_jgh_web.jpgÞann 20. janúar síðastliðinn voru sjötíu ár liðin síðan heimilisfólkið við Eskifjörð björguðu yfir fjörutíu breskum hermönnum sem farið höfðu gangandi frá Reyðarfirði yfir fjöllin til Eskifjarðar.

 

„Þeir lögðu af stað um morguninn hinn tuttugasta í blíðviðri en hrepptu voðaveður, afspyrnurok og úrhelli þegar leið á daginn. Alls voru 69 breskir hermenn í þessari för og létust 9 þeirra,“ segir Jens Garðar Helgason, einn þeirra sem minntust björgunarafreksins nýverið inn við tóftir Veturhúsa.

„Magnúsi Pálssyni, einum þeirra sem stóðu af björgun hermannanna, var boðið í breska sendiráðið, þar sem hann tók á móti viðurkenningu og virðingarvottifrá embættismanni breska hersins. Var hann vel af þeirri þökk kominn enda sýndi hann, systkini hans og móðir fádæma fórnarlund og ósérhlífni við björgun hrakinna hermanna í aftaka veðri.“

Mynd: Pétur Sörensen

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar