Hitinn í rúmar 26 gráður
Hitinn á Austurlandi fór í rúmar 26 gráður á þremur stöðum á Austurlandi. Mestur hiti mældist á Egilsstöðum.Samkvæmt tölum frá Veðurstofu Íslands fór hitinn í 26,6 gráður á Egilsstöðum en i 26,1 gráðu bæði á Borgarfirði og Reyðarfirði. Almennt var hitinn vel yfir 20 gráðum eystra.
Þannig var til dæmis í Neskaupstað þar sem meðfylgjandi myndir voru teknar í dag, en þar fór hitinn hæst í rúm 24 stig fyrir hádegi.
Tjaldsvæði í fjórðungnum eru flest þéttsetin af sólþyrstum gestum. Þeir flatmöguðu í dag og grilluðu í kvöld. Það heimafólk sem gat tók sér frí eða hætti innivinnu eins snemma og kostur var til að fara út í sólina.
Spáð er áframhaldandi hlýindum inn til landsins næstu daga, þó kannski ekki jafn miklum og í dag. Við ströndina er von á þokusúld seinni partinn á morgun og samhliða henni kólnar.