Hjólar hringinn fyrir 12 ára vinkonu sína

 Helga Hrönn Melsteð frá Breiðdalsvík hjólar nú hringinn í kringum landið til að safna styrkjum fyrir 12 ára krabbameinssjúka vinkonu sína.

„Það er 12 ára vinkona mín sem er að berjast við krabbamein í fæti. Hann var
tekinn af henni fyrir neðan hné og mér datt í hug að gera eitthvað í sambandi við
þetta. Fólk er náttúrulega bara í losti og peningavandræði alls staðar,“ segir Helga um vinkonu sína, Thelmu Dís Hilmarsdóttir.

Helga lagði af stað frá Breiðdalsvík í norðurátt síðastliðinn föstudag. Helga segist alltaf hafa ætlað sér að hjóla frá Breiðdalsvík til Reykjavíkur, en ákvað að fara bara allan hringinn og safna styrkjum í leiðinni. Helga hyggst fara hringinn á 2 vikum og gistir hún í tjaldi á leiðinni.

„Fólki er velkomið að hjóla með mér spöl og spöl ef einhver hefur áhuga á því, bara
gaman að hafa félagsskap. Ég mun láta vita á Facebook hvar ég verð,“ bætir Helga við
að lokum.

Facebook síðu söfnunarinnar, með reikningsupplýsingum og staðsetningu Helgu má finna
hér: http://www.facebook.com/pages/Thelmu-hringur/196643040464774?ref=ts

 

 

hh.jpg

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar