Hjálparstarfsmessa og fjáröflun

Messa tileinkuð hjálparstarfi verður í Egilsstaðakirkju á morgun, sunnudag, kl. 14. Jónas Þórisson, framkvæmdastjóri Hjálparstarfs kirkjunnar, predikar. Um er að ræða sameiginlega guðsþjónustu safnaða á Fljótsdalshéraði. Prestar á Héraði þjóna fyrir altari og fermingarbörn í sóknunum eru hvött til þátttöku ásamt forráðamönnum.

egilsstaakirkja.jpg

Allir eru hjartanlega velkomnir til kirkju og eftir messu sjá krakkarnir í í æskulýðsfélaginu BÍBÍ um vöfflukaffi í safnaðarheimilinu, Hörgsási 4.

Fermingarbörn um allt land ganga í hús í sínum heimabæjum dagana 9. og 10. nóvember næst komandi og safna fé fyrir vatnsverkefni Hjálparstarfs kirkjunnar í Afríku. Tökum vel á móti krökkunum þegar þeir koma til okkar!

 

Prestar á Héraði

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar