Hlynur Karlsson hlaut verðlaun fyrir framúrskarandi árangur á sveinsprófi

Hlynur Karlsson fékk á dögunum viðurkenningu fyrir framúrskarandi árangur á sveinsprófi í rafeindavirkjun á Nýsveinahátíð Iðnaðarmannafélagsins í Reykjavík. Hlynur er fæddur og uppalin í Neskaupstað en hefur undanfarin ár stundað nám við Tækniskólann í Reykjavík.

Nýsveinahátíð Iðnaðarmannafélagsins í Reykjavík fór fram þann 4. febrúar. Forseti Íslands sem einnig er verndari hátíðarinnar veitti 26 nýsveinum silfur- og bronsverðlaun. Þar á meðal var Norðfirðingurinn Hlynur Karlsson. Nýsveinarnir fengu afhent viðurkenningarskjal, auk verðlaunapenings og gjafar frá félaginu. 

Hlynur fékk silfurverðlaun fyrir framúrskarandi árangur á sveinsprófi sínu frá Tækniskólanum. Hlynur segist vera stoltur af viðurkenningunni og að það sé mikil eftirspurn eftir iðnaðarmönnum. „Ég gat strax fengið vinnu og er núna að vinna hjá Isavia,” segir Hlynur.

Mynd: Jón Svavarsson. Hlynur Karlsson með viðurkenninguna sína við hliðina á Forseta Íslands.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar